Annað

HOLLUSTA HAFSINS

07.04.2015

Í sjávarfangi er mikið af löngum fjölómettuðum omega-3 fitusýrum sem eru manninum lífsnauðsynlegar. Helsta uppspretta löngu omega-3 fitusýranna EPA (eikósapentaensýra) og DHA (dókósahexaensýra) er lýsi og fiskur eins og lax, þorskur, lúða og síld. ALA (alfa-linólensýra) er einnig omega-3 fitusýra en helsta uppspretta hennar er úr jurtaríkinu, plöntum, hnetum og fræjum. 

Hvað gerir lýsi fyrir mig? 

Hvað er omega-3, EPA og DHA?

Þegar jurtaolíu er neytt, sem inniheldur ALA myndast lítilsháttar af löngu omega-3 fitusýrunum EPA og DHA úr ALA. Þar sem myndun EPA og DHA úr ALA er takmörkuð er æskilegt að borða fisk og taka lýsi til að fullnægja þörfinni fyrir þessar fitusýrur. 

Af hverju á ég að taka lýsi?

EPA og DHA eru mikilvæg byggingarefni fyrir heila, miðtaugakerfi og augu. Sýnt hefur verið fram á það með miklum fjölda rannsókna að hófleg neysla omega-3 fitusýra hefur jákvæð áhrif á heilsu. Þorskalýsi inniheldur jafnframt A- og D-vítamín.

Heili

Omega-3 fitusýrurnar gegna lykilhlutverki við uppbyggingu heila. Inntaka omega-3 hefur einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á heilastarfsemi.

Sjón

A-vítamín hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri sjón. DHA hjálpar einnig til við þroska augna hjá börnum og fóstrum.

Hjarta

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif omega-3 fitusýranna á hjarta og æðakerfið.

Bein og tennur

D-vítamín er nauðsynlegt fyrir tennur og bein.

Liðir

Omega-3 liðamín inniheldur C-vítamín sem hefur jákvæð áhrif á kollagenmyndun í brjóski.

Til baka