Annað

Inntaka á D-vítamíni kann að draga úr dánarlíkum

06.05.2008

Neysla á D-vítamíni virðist minnka dánarlíkur af völdum ýmissa sjúkdóma samkvæmt samantekt á 18 kerfisbundnum rannsóknum sem náðu til 57.311 þátttakenda.

Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að dagleg neysla D-vítamíns á bilinu 300-2000 alþjóðlegar einingar (7,5-20 µg) geti dregið úr dánarlíkum af völdum ýmissa sjúkdóma svo sem krabbameins, hjartasjúkdóma og sykursýki. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að kanna betur sambandið milli skammtastærða og heildardánartíðni.

P Autier og S Gandini (2007) Vitamin D supplementation and total mortality – A meta-analysis of randomized controlled trials. Archives of Internal Medicine, 167, 1730-1737.

Til baka