Annað

Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu

07.04.2015

Lýsi hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði framleiðslu, þróunar, sölu og markaðssetningar á fiskiolíu. Fyrirtækið leggur áherslu á að vera traustur framleiðandi lýsis og að þróa nýjar vörur með heilbrigði og hollustu að leiðarljósi.

Öflugt rannsókna- og þróunarstarf 
Hjá Lýsi hf. eru stundaðar rannsóknir til að þróa nýjar vörur, ferla og aðferðir. Það er gert til að bæta virkni, gæði og öryggi. Þannig tryggjum við betri vöru til neytenda.

Hráefni til lyfjaframleiðslu
Afurðir Lýsis  hf. eru framleiddar samkvæmt kröfum sem gerðar eru til lyfjaframleiðslu enda kaupa lyfjaframleiðendur afurðir Lýsis hf. á Íslandi í vörur sínar. Margar afurðir okkar uppfylla kröfur innlendra og erlendra lyfjaskráa.

Gæðakerfi og vottanir
Kerfisbundin gæðastjórnun er nauðsynlegur þáttur í starfsemi Lýsis hf. enda skipta gæðin höfuðmáli við framleiðslu heilsuvara. Til að fylgja þessu eftir hefur fyrirtækið sett á fót viðurkennt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Lýsi hf. hefur eftirfarandi vottanir
 ISO 9001
 GMP
 BRC
 HACCP
 HalalTil baka