Hjarta- og æðakerfi

RANNSÓKNIR Á LÍFSLÍKUM OG LÍFSGÆÐUM KRANSÆÐASJÚKLINGA

14.01.2014

Rannsóknir hafa sýnt að Omega-3 fitusýrur í lýsi, og þá sérstaklega EPA og DHA, hafa jákvæð áhrif á kransæðasjúkdóma með því að draga úr óreglulegum hjartslætti og koma í veg fyrir frekari æðakölkun.

Gerðar hafa verið fjölmargar klínískar rannsóknir á áhrifum Omega-3 fitusýra á kransæðasjúkdóma. Margar þeirra ná til meðferðar eftir hjartaáfall þar sem rannsökuð eru dauðsföll, dauðsföll vegna hjartasjúkdóma, skyndidauða eða hjartaáfall sem ekki leiðir til dauða. Niðurstöður þeirra sýna meðal annars fram á allt að 50% fækkun dauðsfalla sökum óreglulegs hjartsláttar af völdum súrefnisþurrðar hjá sjúklingum með gangráð, minni hjartaverki og færri hjartaáföll. Þessar niðurstöður ásamt mörgum fleiri gefa til kynna að séu Omega-3 fitusýrur gefnar í mismunandi skömmtum í mislangan tíma stuðli það að bættum árangri í meðferð kransæðasjúklinga.

T A Jacobsen (2006) Secondary prevention of coronary artery disease with omega-3 fatty acids. The American Journal of Cardiology, 98, 61-70.

Til baka