Hjarta- og æðakerfi

Lýsi og líkamsrækt er góð blanda

25.01.2014

Regluleg lýsisneysla og lýsisneysla samhliða líkamsrækt minnkar líkamsfitu og bætir heilsuna með lækkun blóðfitu og kólesteróls. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við Háskólann í Suður Ástralíu.

Konum, sem voru of þungar og með blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðfituvandmál var af handahófi skipt í fjóra hópa sem fengu reglulega lýsi, lýsi og hreyfingu, jurtaolíu eða jurtaolíu og hreyfingu.

Niðurstöðurnar sýndu að lýsisneysla ein og sér gat lækkað blóð- og líkamsfitu og dregið úr kólesteróli í blóði. Regluleg hreyfing stuðlaði einnig að minnkun líkamsfitu. Vísindamennirnir fullyrða í ljósi þessara niðurstaðna að með lýsisneyslu megi hámarka árangur líkamsræktar sem stuðlar að bættu líkamsástandi og styrkir hjartað og æðakerfið.

A M Hill o.fl. (2007), Combining fish-oil supplements with regular aerobic exercise improves body composition and cardiovascular disease risk factors. American Journal of Clinical Nutrition, 85, 1267-1274; University of South Australia.

Til baka