Hjarta- og æðakerfi

Omega-3 fitusýrur geta aukið lífslíkur og lífsgæði hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma

14.01.2014

Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega-3 fitusýrur í lýsi, sérstaklega EPA og DHA, hafa hlutverki að gegna hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma með því að laga hjartsláttaróreglu og koma í veg fyrir frekari æðakölkun. 

Margar klínískar rannsóknir á hlutverki Omega-3 fitusýra hafa verið gerðar á sjúklingum með kransæðasjúkdóma eða eftir hjartaáfall þar sem útkoma sjúklinganna er skoðuð með tilliti til allra dauðsfalla svo sem vegna hjartasjúkdóma, skyndidauða, en einnig með tilliti til hjartaáfalla sem valda ekki dauða. Rannsóknir hafa sýnt fram á allt að 50% fækkun á dauðsföllum sökum hjartsláttaróreglu af völdum súrefnisþurrðar í sjúklingum með gangráð. Umfangsmikil rannsókn sem gerð var í Japan sýndi að hjartverkir minnkuðu og að kransæðastíflum, sem leiddu ekki til dauða, fækkaði. Þessar og fleiri niðurstöður benda til að meðferð með omega-3 fitusýrum í mismunandi skömmtum og tímalengd hafi jákvæð áhrif á sjúklinga með kransæðasjúkdóma.

Til baka