Hugur og geð

Rannsóknir á geðtruflunum

15.01.2014

Þær Omega-3 fjölómettaðar fitusýrur sem við fáum úr fiskmeti og lýsi gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og starfsemi heilans. Margar rannsóknir hafa tengt fækkun þunglyndistilfella við hóflega lýsisneyslu.

Síðastliðin tíu ár hafa 12 rannsóknir verið gerðar á áhrifum ýmissa ómega-3 afurða úr fiski á þunglyndi. Í meirihluta þessara rannsókna hefur verið sýnt fram á bata þeirra sem taka EPA rík ómega-3 þykkni eða ómega-3 fiskiolíu. Í kjölfarið hafa sprottið fram ýmsar kenningar um það hvernig ómega-3 fitusýrunar geti bælt niður þunglyndi. Þrjár rannsóknanna sýndu að ef sjúklingum var eingöngu gefin fitusýran DHA, varð árangurinn lítill sem enginn.

LA Stahl et al (2008) The role of omega-3 fatty acids in mood disorders.
Current Opinion in Investigational Drugs 9, 57-64.

Til baka