Hugur og geð

Rannsóknir á þunglyndi

15.01.2014

Þær þjóðir sem neyta reglulega lýsis og fiskmetis auðugu af ómega-3 fitusýrum þurfa síður að glíma við ýmiss konar þunglyndi.

Ómega-3 fitusýrur eru taldar hafa jákvæð áhrif á þunglyndi. Í heilavef er hlutfallslega mikið af ómega-3 fitusýrum og í mörgum rannsóknum hefur verið einblínt á hlutverk þeirra í heilastarfsemi. Á síðustu áratugum hefur þunglyndi aukist í vestrænum löndum á sama tíma og neysla á ómega-3 ríkri fæðu hefur minnkað. Þær þjóðir sem neyta reglulega lýsis og fiskmetis auðugu af ómega-3 fitusýrum þurfa síður að glíma við dapurleika, fæðingarþunglyndi og árstíðabundið þunglyndi. Margar rannsóknir benda til að ómega-3 fitusýrur geti hamlað gegn þunglyndi á allt öðrum forsendum en venjuleg þunglyndislyf og án tiltakanlegra aukaverkanna. Einnig benda rannsóknir til þess að ómega-3 geti aukið virkni þunglyndislyfja.

A C Logan (2003) Neurobehavioral aspects of omega-3 fatty acids: Possible mechanisms and therapeutic value in major depression. Alternative Medicine Review, 8, 410-425.

Til baka