Liðir og ónæmiskerfi

Rannsóknir á ónæmiskerfinu

15.01.2010

Omega-3 fjölómettaðar fitusýrurnar EPA og DHA, sem við fáum úr Lýsi, sýna mestu ónæmismótandi virkni af öllum fitusýrum. Þetta kemur fram í yfirlitsgrein Dr. Simopoulos í virtu ritrýndu vísindatímariti. 

Til eru mýmargar læknisfræðilegar rannsóknir sem sýna fram á jákvæð áhrif lýsisneyslu gegn ýmsum ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómum í mönnum, þar á meðal liðagigt, þarmabólgu (Crohn’s), munnsárabólgu, sóríasis, helluroða, heila- og mænusiggi og mígreni. Niðurstöður margra lyfleysustjórnaðra rannsókna sýna verulega jákvæða eiginleika lýsis gagnvart alvarlegum ofnæmissjúkdómum og hafa leitt til minnkandi sjúkdómseinkenna og lyfjanotkunar.

A P Simopoulos (2002) Omega-3 fatty acids in inflammation and autoimmune diseases. Journal of the American College of Nutrition, 21, 495-505.

Til baka