Liðir og ónæmiskerfi

Rannsókn á notkun gigtarlyfja

25.05.2008

Rannsókn sýnir að dagleg inntaka þorskalýsis gerir kleift að draga úr notkun verkjalyfja hjá sjúklingum með liðagigt.

Inntaka 10 gramma af þorskalýsi á dag dró úr þörf fyrir verkjalyf eins og íbúprópen um 30% að sögn vísindamanna við Dundee háskóla.   Um langt skeið hafa ákveðnar aukaverkanir slíkra lyfja, svo sem hætta á magablæðingum, verið þekktar.  En á undanförnum árum hefur einnig borið á áhyggjum á að verkjalyfin geti aukið áhættu á hjartaáföllum.

Sjúklingum, sem þátt tóku í rannsókninni, var ýmist gefið þorskalýsi eða lyfleysa, og að 12 viknum liðnum voru þeir beðnir um að draga smám saman úr töku verkjalyfjanna.  Nær 60 sjúklingar luku níu mánaða rannsóknarferlinu, og urðu niðurstöður þær að 39% þeirra sem tóku inn þorskalýsið drógu úr töku verkjalyfja á móti 10% þeirra sem lyfleysuna fengu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar versnuðu hvorki sjúkdómurinn né verkirnir þótt dregið væri úr verkjalyfjunum.  Rannsóknarteymið við Dundee háskóla hefur nú með aðstoð kollega sinna við Edinborgarháskóla lokið við þrjár rannsóknir, og hafa þær allar sýnt fram á að sjúklingar gátu dregið úr  notkun sinni á verkjalyfjum með inntöku lýsisins.

Heimild: BBC News (á Netinu), 25. mars 2008

Til baka