Meðgangan og barnið

Michael Clausen, barnalæknir, vill að allir taki lýsi

11.11.2013

Í viðtali sem Fréttatíminn átti við lækninn 4. október 2013 kemur fram að fiskneysla Íslendinga hafi minnkað með árunum og hann hvetur til aukinnar fiskneyslu og að allir taki lýsi.

Michael, sem starfar á Barnaspítala Hringsins, segir spítalann fá töluvert af börnum, og þá sérstaklega yngstu börnin, sem ekki eru með eðlilega meltingu þar sem þau fái ekki næga fitu. Hann segir enn fremur að ef börn eru með þrálátan niðurgang sé þetta eitt af atriðunum sem skoðuð eru.

En Lýsi kemur ekki bara ungum börnum til góða. Michael flutti fyrirlestur á ráðstefnu sem Heill heimur stóð fyrir 10. október, en hann hefur sérstaklega skoðað áhrif fæðu og þar með fituneyslu á hegðun og líðan. Í erindi Michaels sagði: „Rannsóknir hafa verið gerðar á fólki með þunglyndi og það hefur jákvæð áhrif á það að neyta hás hlutfalls af Omega 3 fitusýrum.“  Himnur fruma líkamans eru búnar til úr fitusýrum og eru samskipti frumanna ólík eftir því um hvernig fitusýrur er að ræða. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að neyta góðra fitusýra: „Hátt hlutfall af Omega 3 fitusýrum í blóði tengist almennri velferð og vellíðan.“

Heimild: Fréttatíminn 4. október 2013

Til baka