Sportþrenna orka

Hver skammtur af Sportþrennu samanstendur af þremur töflum (einni fjölvítamíntöflu og tveimur L-karnitíntöflum) og einu hylki af Omega-3 fitusýrum.

Sportþrenna er þægileg fyrir þá sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu í íþróttum og líkamsrækt og jafnframt fyrir þá sem vilja auka fitubrennslu líkamans.

Fjölvítamíntaflan inniheldur ríflega skammta af vítamínum og steinefnum, auk króms, pikólínats og græns tes sem meðal annars hafa hlutverki að gegna í orkuframleiðslu líkamans, auk þess sem þau hafa sterka andoxunareiginleika.


Króm hjálpar til við að viðhalda jafnvægi blóðsykurs í líkamanum..

Grænt te inniheldur náttúruleg andoxunarefni.


Omega-3 fitusýrur eru í flokki svokallaðra lífsnauðsynlegra fitusýra þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Þær eru sérstaklega mikilvægar fyrir þá sem minnka við sig í fituneyslu og neyta ekki nægilegs magns af feitum fiski.

Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti ættu ekki taka Sportþrennu án samráðs við lækni. Sykursjúkir ættu ekki að taka fæðubótarefni sem innihalda króm án samráðs við lækni.

Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is

Næringarupplýsingar

Fjölvítamíntafla

Vítamín og bætiefni Í einni töflu  RDS*
Beta karótín 6,5 mg 68%
Þíamín B1 10 mg 909%
Ríbóflavín B2 15 mg 1071%
Níasín B3 25 mg 156%
Pantóþensýra 100 mg 1667%
Pýrídoxín B6 25 mg 1786%
Vítamín B12 20 µg 800%
C-vítamín 150 mg 188%
D-vítamín 5 µg 100%
E-vítamín 67 mg 558%
Fólínsýra 200 µg 100%
Sink 10 mg 100%
Mangan 2 mg 100%
Kopar 1 mg 100%
Bíótín 100 µg 200%
Mólýbden 50 µg 100%
Joð 50 µg 33%
Selen 50 µg 91%
Kólín 23,8 mg **
Inósítól 50 mg **
Króm pikólínat 21 µg 53%
Grænt te 100 mg **

Innihald:

Vítamín og steinefni (sjá töflu að ofan), maltódextrín, bindiefni (örkristallaður sellulósi), grænt te, kekkjavarnarefni (steriksýra, kísildíoxíð, magnesíumsterat), húðunarefni (HPMC), akasíugúmmí, rakaefni (glýseról).

*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna skv. reglugerð.
**Næringarviðmiðunargildi ekki gefið upp í reglugerð.

L-Karnitín 500 mg

Innihald:
L-karnitín L-tartrat, umfangsaukar (kalsíumkarbónat), bindiefni (örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýl sellulósi), kekkjavarnarefni (kísildíoxíð, magnesíumsterat), húðunarefni (HPMC), rakaefni (glýseról). 

  

Omega-3 1000 mg

Samtals ómega-3*** 620 mg
   EPA*** 310 mg
   DHA*** 205 mg

Innihald:
Omega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), vatn, andoxunarefni (tókóferólþykkni).

***Etýlesterar

 

Sportþrenna Orka