Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda

Varðandi umsókn þína hjá Lýsi, mun Lýsi hf., sem ábyrgðaraðili, safna og vinna með persónugreinanlegar upplýsingar þínar í þeim tilgangi sem tilgreindur er hér að neðan. Vinsamlegast kynnið ykkur vel eftirfarandi atriði til þess að skilja hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar.

Hvaða gögnum söfnum við um þig og í hvaða tilgangi

Við söfnum og vinnum eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að meðhöndla umsókn þína og annað tengt ráðningarferlinu; og fyrir aðrar stöður innan Lýsis (ef samþykki hefur verið veitt):

Nafn; fæðingardagur; netfang; heimilisfang; dvalarland; símanúmer; mynd; upplýsingar um fyrri atvinnu og menntun og aðrar upplýsingar sem koma fram í ferilskrá, prófskírteini og önnur skjöl sem þú hefur útvegað okkur, upplýsingar um meðmælendur, prófniðurstöður og innra mat sem fer fram á þér í tengslum við umsóknina.

Persónusnið

Engin sjálfvirk gagnavinnsla fer fram í tengslum við ráðningarferli hjá Lýsi hf.

Frá hverjum söfnum við þínum persónuupplýsingum?

Upplýsingunum er safnað frá þér og eftir atvikum í gegnum umsagnaraðila sem þú bendir okkur á.

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga þinna er byggð á gildandi persónuverndarlöggjöf.

Hvert flytjum við gögnin þín?

Flutningur gagna til vinnsluaðila
Við gætum flutt gögnin þín, í tengslum við þau atriði sem nefnd eru hér að ofan, til umsjáraðila upplýsingakerfa og umsjáraðila skýlausna sem vinna með eða geyma persónuupplýsingarnar fyrir okkur, í þeim tilgangi sem komið er inná hér að ofan.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

Við geymum persónuupplýsingarnar svo lengi sem við teljum nauðsynlegt til að uppfylla þann tilgang sem nefndur er hér að ofan, þó ekki lengur en 6 mánuði.

Réttindi þín

Þú nýtur eftirfarandi réttinda samkvæmt lögum um persónuvernd:

 • Að hafa aðgang að persónuupplýsingunum

 • Að láta leiðrétta / eða eyða persónuupplýsingum

 • Að láta takmarka vinnslu með persónuupplýsingar

 • Að draga til baka samþykki hvenær sem er

 • Að andmæla vinnslu persónuupplýsinga

  Þú hefur einnig rétt til þess að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi sjáir þú ástæðu til þess.

  Frekari upplýsingar

  Vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum personuvernd@lysi.is ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vernd persónuupplýsinga þinna eða ef þú vilt nýta þér lagaleg réttindi þín.

Lýsi hf.

Vegna persónuverndar

Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík

Ísland

Endurskoðun presónuverndaryfirlýsingar

Persónuverndaryfirlýsing þessi er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til. Síðast var stefnan uppfærð þann 10.10.2018.