Rannsóknir, þróun og gæði

Strangar gæðakröfur

Kerfisbundin gæðastjórnun er nauðsynlegur þáttur í starfsemi LÝSIS, enda skipta gæðin höfuðmáli við framleiðslu heilsuvara.

Með það að leiðarljósi hefur fyrirtækið sett sér eftirfarandi markmið: 

  • Að þjálfa og mennta starfsfólk á þann hátt að þekking og hæfileikar séu ávallt til staðar hvar sem er í fyrirtækinu.
  • Að framleiða ávallt vörur sem uppfylla væntingar og mæta kröfum viðskiptavina á hverjum tíma.
  • Að vera leiðandi í vöruþróun og rannsóknum sem skilar betri vörum til neytenda.
  • Að tryggja hluthöfum arð af fjárfestingu sinni að teknu tilliti til eðlilegs þróunar- og rannsóknakostnaðar.

Til að fylgja þessu eftir hefur fyrirtækið sett á fót viðurkennt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlegum staðli FSSC 22000.

LÝSI er með GMP vottun og er skráð á lista Lyfjastofnunar Evrópu sem framleiðandi á virkum lyfjaefnum (API).

Öflugt rannsóknarstarf

Stjórnendur LÝSIS leggja áherslu á að fyrirtækið sé bæði leiðandi á sviði rannsókna og þróunar annars vegar, og sölu og markaðssetningar hins vegar, og ná með því að tvinna saman þessa lykilþætti í rekstri fyrirtækisins.

Góð staða LÝSIS byggir ekki síst á öflugu rannsóknarstarfi síðustu áratuga, ásamt samvinnu við lyfjaframleiðslufyrirtæki og rannsóknastofnanir víða um heim. Þá hefur LÝSI í langan tíma unnið með Háskóla Íslands og Matís.