Meðgangan og barnið

Lýsisneysla á meðgöngu getur verið mikilvæg fyrir barnið

29.10.2007

Inntaka lýsis á meðgöngutíma er hættulaus fyrir fóstur og barn, og getur bætt hreyfiþroska þess síðar.

Í þessari rannsókn var 98 konum gefið annars vegar 4 g af lýsi sem innihélt um 1,1 g EPA (eikósapentaensýru) og 2,2 g af DHA (dókósahexaensýru) og hins vegar 4 g af ólífuolíu daglega síðustu 20 vikur meðgöngunnar. Við 2½ árs aldur voru börn þeirra rannsökuð með tilliti til vaxtar, málþroska, rökhugsunar og hreyfiþroska. Ekki mældist munur á vexti og málþroska milli hópanna en hreyfiþroski var meiri hjá börnum mæðra sem fengu lýsi á meðgöngunni. Vísindamönnunum tókst einnig að tengja hátt hlutfall ómega-3 fitusýra í blóði í naflastreng við bættan hreyfiþroska barnanna.

J A Dunstan o.fl. (2006) Cognitive assessment at 2 ½ years following fish oil supplementation in pregnancy: a randomized controlled trial. Archives of Disease in Childhood and Fetal Neonatal Education, des 21.

Til baka