Fréttir

LÝSI tilnefnt til Fjöreggs MNÍ

25.11.2010

LÝSI var einn fimm aðila sem tilnefndir voru til Fjöreggsins í ár 

Verðlaunin voru veitt á degi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem var haldinn í 18. sinn þann 27. október.

Í þetta sinn var það Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís sem hlaut Fjöreggið sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði.  Hann hlaut það fyrir rannsóknir sem stutt hafa við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum úr byggi.

LÝSI var einn fimm aðila sem dómnefnd tilnefndi og var það fyrir að vaxa og dafna á grundvelli stöðugrar vöru- og markaðsþróunar.  LÝSI óskar Ólafi til hamingju með verðlaunin.

Aftur í fréttayfirlit