Omega-3 forte er þykkni sem inniheldur meira magn af fitusýrunum EPA og DHA en aðrar Omega-3 vörur frá LÝSI. Fitusýrurnar eru okkur lífsnauðsynlegar sem þýðir að líkaminn getur ekki sjálfur framleitt þær. Þess vegna er mikilvægt að fá þær úr fæðu eða fæðubótarefnum.
Víða um heim er verið að rannsaka áhrif langra Omega-3 fitusýra á vöxt og þroska. Omega-3 Forte inniheldur EPA og DHA sem stuðal að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA styður einnig við eðlilega sjón og heilastarfsemi.
Neyta þarf að lágmarki 250 mg af EPA og DHA svo áhrif sem hér hafa verið tiltekin skili sér.
Í Omega-3 forte eru ekki A- og D- vítamín og því er óhætt fyrir þá sem taka lýsi að nota Omega-3 forte á sama tíma.
Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is
Ráðlagður neysluskammtur |
|
Fullorðnir | 1 perla á dag |
---|---|
Innihald: |
Næringargildi í einni perlu |
|
1 perla | |
Samtals omega-3 fitusýrur | 620 mg |
EPA** | 310 mg |
DHA** | 205 mg |
**Etýlesterar |