Þorskalýsisperlur

Gamla góða þorskalýsið í perluformi.

Þorskalýsi inniheldur A- og D-vítamín sem styrkja vöxt tanna og beina, hafa góð áhrif á sjónina og byggja upp viðnám gegn ýmsum kvillum. Það er auðugt af omega-3 fitusýrum og víða um heim er verið að rannsaka áhrif þeirra á ýmsa sjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið mikla athygli og sýna að fitusýrurnar koma líkamanum til góða á mörgum sviðum. Þær skýra hollustu lýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga. 

Þorskalýsi er góður D-vítamíngjafi og stöðugt fleiri álitsgjafar í næringar- og heilsufræðum benda á nauðsyn þess að neyta þorskalýsis til að tryggja nægjanlegt magn þessa mikilvæga vítamíns, ekki síst til að viðhalda beinþéttni. 

Þorskalýsi er framleitt úr íslenskri lifur sem safnað er frá bátum og skipum hvar sem er á landinu.

Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is

Næringarupplýsingar

Innihald í ráðlögðum neysluskammti

3 ára og eldri: 3-4 perlur á dag %NV*
Innihald í 1 perlu:    
A-vítamín 60 µg 7,5%
D-vítamín µg 100%
Innihald í 3 perlum:    
A-vítamín 180 µg 22,5%
D-vítamín 15 µg 300%

Innihald:
Þorskalýsi (500 mg), gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), A-vítamín (retínól palmítat), D-vítamín (kólekalsiferól).
Í hverri perlu eru 500 mg af þorskalýsi.

*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.

 

Næringarinnihald

  1 perla 3 perlur
Omega-3 fitusýrur** 118 mg 354 mg
   EPA** 38 mg 114 mg
   DHA** 50 mg 150 mg
A-vítamín 60 µg 180 µg
D-vítamín µg 15 µg
**Þríglýseríð.