Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

 • Persónuupplýsingar
 • Menntun (nýjast efst)
 • Starfsreynsla (nýjast efst)
 • Námskeið / önnur kunnátta
 • Félagsstörf
 • Umsagnaraðilar 

Laus störf

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu

Viltu taka þátt í framleiðslu á einni þekktustu heilsuvöru heims? Viltu fá frí í fjóra daga á milli vakta?

Lýsi leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa í vinnslu í nýlegri og tæknilegri verksmiðju hjá umhverfissinnuðu fyrirtæki. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni. Hvert vaktateymi samanstendur af þremur einstaklingum. Unnið er á 8 tíma vöktum þar sem hvert vaktatímabil er 6 dagar og svo 4 daga frí á milli. Vaktatímabil róterast á milli dagvakta (8:00-16:00), kvöldvakta (16:00-24:00) og næturvakta (00:00-08:00).

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á Alfreð. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Stýring og eftirlit með framleiðslubúnaði
 • Eftirlit með framleiðsluafurðum
 • Gæðaskráningar
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og sveigjanleiki

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda