Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

 • Persónuupplýsingar
 • Menntun (nýjast efst)
 • Starfsreynsla (nýjast efst)
 • Námskeið / önnur kunnátta
 • Félagsstörf
 • Umsagnaraðilar 

Verksmiðjustjóri lifrarbræðslu hjá Lýsi

Í úrvinnsluferli. Viðtöl eru hafin. Umsóknarfrestur var 18. nóvember 2020.

Vélgæsla í verksmiðju

Leitum að góðum starfsmanni við framleiðslu í nýlegri og tæknilegri verksmiðju okkar að Fiskislóð í Reykjavík. Unnið er á 8 tíma vöktum í 3ja manna vaktateymi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stýring og eftirlit með framleiðslubúnaði
 • Eftirlit með framleiðsluafurðum
 • Gæðaskráningar
 • Þrif á tækjum og húsnæði

Hæfniskröfur:

 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og sveigjanleiki

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Enginn umsóknarfrestur en unnið verður úr umsóknum eins hratt og hægt er.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið hér: https://alfred.is/starf/lysi-leitar-ad-starfsmanni-i-framleidsludeild-1

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska