Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

  • Persónuupplýsingar
  • Menntun (nýjast efst)
  • Starfsreynsla (nýjast efst)
  • Námskeið / önnur kunnátta
  • Félagsstörf
  • Umsagnaraðilar 

Laus störf

Liðsfélagi í framleiðsludeild

Lýsi leitar að dugnaðarforki

Um er að ræða dagvinnustarf í nýlegri og tæknilegri verksmiðju Lýsis að Fiskislóð í Reykjavík þar sem unnið er við móttöku á hráefni til vinnslunnar. Auk hráefnismóttöku sjá starfsmenn um ýmis verk tengd daglegri vinnslu eins og dælingar innan verksmiðjunnar og þrif á búnaði og tækjum. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni í umhverfissinnuðu fyrirtæki.

Hæfniskröfur:
  • Lyftararéttindi kostur.
  • Góð tölvufærni kostur.
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og samviskusemi.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á Alfreð. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda