Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.
LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.
Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.
Engin störf eru laus eins og er en þeir sem vilja sækja almennt um og vera á skrá eru hvattir til þess. Einnig hefur þegar verið ráðið í öll sumarstörf.