Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi. Stefnur Lýsis í mannauðsmálum og jafnréttis- og jafnlaunamálum er hægt að nálgast hér.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

 • Persónuupplýsingar
 • Menntun (nýjast efst)
 • Starfsreynsla (nýjast efst)
 • Námskeið / önnur kunnátta
 • Félagsstörf
 • Umsagnaraðilar 

Laus störf

Skjalagerð

Lýsi leitar að jákvæðum og ábyrgum starfsmanni í tollafgreiðslu og skjalagerð fyrir útflutning lýsisafurða. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Toll- og útflutningsskjalagerð fyrir erlendar sendingar.
 • Þjónusta og ráðgjöf við ýmsar deildir innanhúss.
 • Samskipti og upplýsingagjöf vegna útflutnings.
 • Yfirferð reikninga, ýmis reikningsgerð og skjalavarsla.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Gerð útflutningsskjala eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Góð enskukunnátta, talað og ritað mál.
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
 • Góð almenn tölvukunnátta og kostur ef reynsla af Office 365 og Navision.
 • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á Alfreð. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Lagerstjóri og aðstoðarlagerstjóri

Úrvinnslu umsókna og ráðningum lokið fyrir bæði störfin. Þökkum þeim sem sýndu áhuga á starfinu.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda