Starfsemin

Gæði öðru fremur

Starfsemi LÝSIS hefur frá upphafi byggst á framleiðslu þorskalýsis. Fyrirtækið hefur fylgt þróuninni í mjög langan tíma, alveg frá því að allra augu fóru að beinast að ríku vítamíninnihaldi lýsis, fram að því þegar heilsugildi ómega-3 fitusýra var uppgötvað, og áfram inn í nútímann.

Áhersla á rannsóknir og þróun

Til að tryggja að afurðirnar séu eins góðar og mögulegt er leggur LÝSI ofurkapp á rannsóknarstarfið og hefur staðið fyrir viðamiklum rannsóknum á hinum ýmsu eiginleikum afurðanna og hráefnisins. Öflugt gæðakerfi, sem nýtur stuðnings gæðaeftirlits og rannsóknarstofu verksmiðjunnar, leggur grunninn að framleiðslu vara í hæsta gæðaflokki.