Stjórn Lýsis

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson - stjórnarformaður 

Hann hefur átt sæti í stjórn félagsins frá árinu 1999 og hefur gegnt stöðu stjórnarformanns allan þann tíma.

Gunnlaugur lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1986.

Hann var framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik 1984-1987, framkvæmdastjóri Faxamjöls á árunum 1988 til ársins 2000 auk  þess sem hann var framkvæmdastjóri Urðar, Verðandi, Skuldar frá árinu 2000 til ársins 2004.  

Gunnlaugur Sævar gegnir margvíslegum stjórnarstörfum og er m.a. stjórnarformaður  Ísfélags Vestmannaeyja og ÍSAM  (Íslensk ameríska) og stjórnarmaður í Ramma hf.

Magnús Magnússon - stjórnarmaður

Magnús lauk cand oceon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og masterprófi í alþjóðaviðskiptum frá Norges Handelshøyskole árið 1994.

Hann er forstöðumaður hjá LBI, en starfaði áður hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum s.s. Búnaðarbanka Íslands og Lýsingu.

Magnús situr í stjórnum nokkurra félaga og er meðal annars stjórnarmaður í Icelandair Group.

Katrín Pétursdóttir - forstjóri og stjórnarmaður

Hún hefur verið forstjóri Lýsis frá 1999 þegar hún keypti fyrirtækið.

Katrín lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1988.  

Frá 17 ára aldri starfrækti Katrín fyrirtækið Hnotskurn, sem verslaði með smávarning af ýmsu tagi, en seldi það árið 1988. Árið 1991 stofnaði hún ásamt foreldrum sínum Erlu Tryggvadóttur og Pétri Péturssyni fyrirtæki undir sama nafni í Þorlákshöfn til vinnslu þorskhausa til útflutnings. Fyrirtækið var sameinað Lýsi árið 2004.  

Katrín hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka svo sem Viðskiptaráðs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Bakkavarar, Glitnis og Ísal.

Pétur Júlíus Gunnlaugsson - varamaður í stjórn

Pétur lauk ML-námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og var skiptinemi við University of Glasgow árin 2018-2019.

Hann hefur meðal annars gegnt störfum sem blaðamaður, sjómaður og leiðsögumaður í laxveiði. Hann hefur einnig gegnt ýmsum störfum hjá Lýsi hf.

Hann er einnig stjórnarmaður í Responsible Foods ehf.