Fréttir

MSC VOTTUN Á ÞORSKALÝSI

09.11.2016

Verksmiðjan í Þorlákshöfn vottuð

Snemma árs var greint frá því að LÝSI hefði öðlast MSC vottun fyrir meðhöndlun og vinnslu MSC vottaðra hráefna. LÝSI gat því frá þeim tíma flutt inn MSC vottað hrálýsi, unnið það í verksmiðju sinni í Reykjavík og selt áfram sem fullunna, MSC vottaða vöru. 

Nýlega fékk LÝSI einnig MSC vottun fyrir lýsisbræðslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Þar sem MSC hefur þegar vottað veiðar á þorski og fleiri þorskfiskum við Ísland, getur LÝSI nú boðið upp á MSC vottað þorskalýsi úr íslensku hráefni.


Marine Stewardship Council (MSC) er alþjóðlegur vottunaraðili fyrir sjálfbærar fiskveiðar. Margir stórir aðilar á markaði, svo sem smásölukeðjur og framleiðendur neytendavöru, eru farnir að gera kröfur um að varan sem þeir kaupa og endurselja hafi sjálfbærnivottun. Fyrir hefur LÝSI einnig aðra sjálfbærnivottun sem er Friends of the Sea (FOS).

Aftur í fréttayfirlit