Fréttir

Nýir tankar rísa í Þorlákshöfn

11.05.2013

Framkvæmdir hófust í síðustu viku og lýkur í haust

LÝSI áformar að setja niður þrjá nýja tanka á athafnasvæði sínu í Þorlákshöfn.  Hver tankur mun rúma 1.500 tonn eða 4.500 tonn alls.  Fyrir voru smærri tankar sem rúmuðu alls 2.300 tonn.  Hér er því um mikla aukningu á tankarými að ræða, og veitir ekki af til að mæta aukinni afkastagetu verksmiðjunnar í Reykjavík, en afköst hennar voru tvöfölduð fyrir tæpu ári síðan.  Ætlunin er að nota tankana undir hrálýsi, fyrst og fremst innflutt ómegalýsi sem er önnur aðal lýsistegund fyrirtækisins.

Nýju tankarnir verða í 800 fermetra steyptri tankaþró og eru verklok áætluð í október á þessu ári.  Samhliða verkinu verða allir eldri tankar málaðir hvítir og merktir LÝSI. 

Aftur í fréttayfirlit