Fréttir

Rannsóknastofa LÝSIS viðurkennd af AOCS

12.09.2011

AOCS birtir á heimasíðu sinni lista yfir rannsóknastofur sem hlotið hafa viðurkenningu samtakanna.

AOCS stendur fyrir American Oil Chemist Society. Samtökin hafa staðið fyrir samanburði á færni um 500 rannsóknastofa á greiningum á ýmis konar olíum og afurðum úr þeim sem ætlaðar eru til manneldis. Á heimasíðu samtakanna er birtur listi yfir þá sem hlutu viðurkenningu fyrir færni. Rannsóknastofa LÝSIS tók þátt í athugunum og stóð sig það vel að hún náði inn á listann, ein af 84 rannsóknastofum sem það gerðu. Yfirmaður rannsóknastofu LÝSIS er Arnar Halldórsson, rannsókna- og þróunarstjóri.

Aftur í fréttayfirlit